Fótbolti

Messi á von á lífstíðarsamning líkt og Iniesta skrifaði undir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sá besti frá upphafi vilja margir meina.
Sá besti frá upphafi vilja margir meina. Vísir/getty

Framkvæmdarstjóri Barcelona, Oscar Grau, segir að sambærilegur lífstíðarsamningur og Andres Iniesta skrifaði undir hjá félaginu á dögunum sé handan hornsins fyrir Lionel Messi.

Eftir töluverðan ágreining um nýjan samning fyrir spænska landsliðsmanninn Iniesta skrifaði hann á dögunum undir samning sem Börsungar sögðu að væri til lífstíðar. Hann yrði samningsbundinn liðinu á meðan hann væri enn að spila.

Næstur á lista hjá Barcelona er hinn argentínski Messi sem samþykkti nýjan samning í sumar en á enn eftir að skrifa undir hann. Hefur hann verið orðaður við önnur lið eftir að hafa verið einn besti leikmaður heims í sigursælu liði Barcelona undanfarin þrettán ár.

„Hann samþykkti nýjan samning til fjögurra ára í júní en það er á borðinu að bjóða honum samning til lífstíðar. Hugmynd okkar er að hann verði hér allan ferilinn og að hann fái starf hjá félaginu þegar hann leggur skóna á hilluna,“ sagði Grau.

Hinn þrítugi Messi sem er ásamt Iniesta sigursælasti leikmaður í sögu félagsins með 30 titla hefur leikið 596 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skorað í þeim 522 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.