Erlent

Hundruð þúsunda mótmæltu á götum Barcelona: „Tími til að lýsa yfir sjálfstæði“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, var einn af hundruð þúsund íbúum héraðsins sem marseruru um götur Barcelona í dag til að mótmæla nýjustu aðgerðum spænskra yfirvalda.

Talið er að um 450 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælagöngunni sem upphaflega var skipulögð til að krefjast frelsis tveggja leiðtoga sjálfstæðissinna.

Eftir að Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar tilkynnti í morgun um að ríkisstjórn Spánar ætli sér að svipta Katalóníu sjálfstjórn mögnuðust mótmælin.

Mótmælendur kölluðu orðin „frelsi“ og „sjálfstæði“. Í samtali við AFP lét einn mótmælanda hafa eftir sér að aðeins ein aðgerð væri í stöðunni sem svar við útspili ríkistjórnarinnar.

„Það er tími til að lýsa yfir sjálfstæði,“ sagði hinn 28 ára gamli Jordi Balta.

Togstreitan á milli Spánverja og Katalóna hefur magnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið samþykkti að kosið yrði um sjálfstæði héraðsins þann 1. október síðastliðinn.

Spænska þingið mun nú taka tillöguna um að svipta Katalóníu sjálfsstjórn fyrir. Hefur þingið sex daga til að taka afstöðu.


Tengdar fréttir

Katalónar missa stjórn á sér

Katalónía mun að öllu óbreyttu missa öll sjálfsstjórnarréttindi sín eða hluta þeirra. Til stendur að ferlið hefjist formlega á morgun. Ekki er ljóst hvað mun breytast í stjórnarfari Katalóníu.

Ætla að svipta Katalóníu sjálfsstjórn

Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, heldur kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madríd um sjálfstæði héraðsins til streitu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×