Körfubolti

Haukur Helgi flottur en slakur seinni hálfleikur kostaði Cholet

Haukur Helgi í landsleik með Íslandi
Haukur Helgi í landsleik með Íslandi vísir/epa
Cholet tapaði sjötta leik sínum af síðustu sjö 77-80 gegn Nanterre á heimavelli nú rétt í þessu en skelfilegur seinni hálfleikur kostaði liðið sigurinn eftir að hafa leitt með 25 stigum í hálfleik.

Cholet byrjaði leikinn af krafti og náði þegar mest var ellefu stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Þeim tókst að bæta við þao forskot hægt og bítandi og leiddi Cholet 55-30 í hálfleik.

Gestirnir neituðu að gefast upp og hófu að sækja á forskot Cholet í seinni hálfleik og minnkuðu bilið niður í tíu stig fyrir lokaleikhlutann.

Tveimur mínútum fyrir leikslok tókst Nanterre svo að komast yfir í fyrsta skiptið frá upphafsekúndunum en þeir bættu við forskot sitt stuttu síðar og Cholet náði ekki að svara.

Algjört hrun í sóknarleiknum en eftir að hafa sett 55 stig í fyrri hálfleik komu aðeins 10 stig og 12 stig í sitt hvorum leikhlutanum í seinni hálfleik, samtals 22 stig.

Haukur var með ellefu stig í leiknum ásamt tveimur fráköstum en hann hitti úr 3/4 þriggja stiga skotum sínum og báðum vítaskotum sínum í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×