Erlent

Skemmtistaður rýmdur í Svíþjóð vegna gruns um sprengju

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sænska lögreglan að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sænska lögreglan að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
Sprengjusveit sænsku lögreglunnar var kölluð út í nótt og þurfti að loka stórum hluta miðbæjar Ängelholm á skáni. Lögregla var kölluð til eftir að maður henti brennandi hlut inn á skemmtistaðinn sem var þá fullur af fólki. Samkvæmt fréttastofu SVT særðust einhverjir við að fá glerbrot yfir sig en eldur kviknaði ekki inni á staðnum. 21 árs maður var handtekinn á staðnum en hann var meðal annars vopnaður stórum hníf. Samkvæmt SVT er hann grunaður um morðtilraun. 

Fleiri hlutir fundust á manninum en lögreglan í Svíþjóð neitar að gefa upp neinar frekari upplýsingar um það að svo stöddu nema að sprengjusveitin hafi verið kölluð út. Stóru svæði í kringum skemmtistaðinn var lokað og sprengjusveitin var að störfum í nótt. Vopnaðir lögreglumenn voru einnig á svæðinu. Lögreglan yfirheyrir nú manninn og málið er í rannsókn. Svæðið var opnað aftur á sjöunda tímanum í morgun. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×