Erlent

Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. Vísir/Getty

Fulltrúi Harvey Weinstein segir að framleiðandinn ætli að dvelja í Arizona í mánuð til þess að vinna í sínum málum. TMZ sagði frá því að Weinstein hafi aðeins farið í vikulanga meðferð á stofnun í Arizona en hafi lokið henni í gær. Fulltrúi hans staðfesti þetta í samtali við TMZ en sagði jafnframt að hann muni dvelja áfram í Arizona og halda áfram að vinna með sínum læknum. Er hann meðal annars að hitta sálfræðing.

Sálfræðingur Weinstein ræddi við fjölmiðla með leyfi hans og sagði að sögusagnir um að Weinstein væri ekki að taka þetta alvarlega væru ekki á rökum reistar. Sálfræðingurinn kom ekki fram undir nafni. Weinstein mætti víst einu sinni í hópráðgjöf en eftir það var hann eingöngu í einstaklingsráðgjöf á meðan þessari meðferð stóð. 

Weinstein er samkvæmt sálfræðingnum mjög einbeittur þrátt fyrir truflanir. Með truflunum á hann væntanlega við fréttaflutninginn um hegðun og brot Weinstein síðustu ára sem nú hafa loksins komið upp á yfirborðið. 

Lögregla rannsakar mál Weinstein og hefur rætt við nokkrar af konunum sem hafa ásakað hann um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Hugsanlega verður hann kærður fyrir einhver af sínum brotum gegn konum en hugrekki þeirra sem hafa stigið fram kom af stað byltingu á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×