Enski boltinn

Mourinho í vandræðum þegar hann lendir tveimur mörkum undir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Vísir/getty
Manchester United tapaði sínum fyrsta leik á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið beið lægri hlut fyrir nýliðum Huddersfield, 2-1, á John Smith´s leikvangnum.

 

Aaron Mooy og Laurent Depoitre komu heimamönnum í 2-0 um miðbik fyrri hálfleiks og þrátt fyrir stórsókn Man Utd tókst þeim aðeins að skora eitt mark áður en yfir lauk.

 

Raunar ekki ótrúlegt ef tölfræði Jose Mourinho er skoðuð en þessi sigursæli Portúgali hefur aldrei náð að snúa gengi síns liðs við þegar það lendir tveimur mörkum undir í ensku úrvalsdeildinni.

 

19 sinnum hefur það gerst að Mourinho lendir tveimur mörkum undir og hefur hann tapað átján þessara leikja en náð að snúa einum í jafntefli.





 


Tengdar fréttir

Nýliðarnir unnu United

Manchester United tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti nýliða Huddersfield Town í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×