Fótbolti

Zidane: Benzema er besti framherji heims

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Benzema hefur skorað tvö mörk á þessu tímabili.
Benzema hefur skorað tvö mörk á þessu tímabili. vísir/getty
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er ósáttur með gagnrýni Gary Lineker á Karim Benzema og segir að franski framherjinn sé sá besti í sinni stöðu í dag.

 

Lineker gagnrýndi Benzema harkalega fyrir frammistöðu þess síðarnefnda í 1-1 jafntefli Real Madrid og Tottenham í Meistaradeildinni í síðustu viku og velti fyrir sér hvort Benzema væri ofmetinn.

 

Zidane sá ástæðu til að svara fyrir þessa gagnrýni á blaðamannafundi í gær.

 

„Þessi gagnrýni pirrar mig og það er skammarlegt að hún komi frá manni sem hefur mikla þekkingu á fótbolta. Að mínu mati er Benzema besta nía heims. Ég veit ekki til hvers fólk ætlast af framherja Real Madrid. Karim mun ekki skora 60 mörk en hann mun skora 25-30 og leggja upp önnur 30,“ segir Zidane.

Benzema hefur verið í fremstu víglínu hjá Madridarliðinu síðan árið 2009 og skorað 182 mörk í 373 leikjum en hefur farið rólega af stað í markaskorun í vetur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×