Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem sökktu Man Utd og öll hin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Laurent Depoitre fagnar eftir að hafa komið Huddersfield í 2-0 gegn Manchester United. David de Gea er ekki jafn ánægður.
Laurent Depoitre fagnar eftir að hafa komið Huddersfield í 2-0 gegn Manchester United. David de Gea er ekki jafn ánægður. vísir/getty
Huddersfield varð í gær fyrsta liðið til að vinna Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Strákarnir hans Davids Wagner höfðu 2-1 sigur á heimavelli.

Manchester City nýtti sér mistök erkifjendanna og náði fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar með 3-0 sigri á Burnley.

Chelsea kom til baka og vann sterkan sigur á Watford á heimavelli, 4-2.

Stjóralaust lið Leicester City bar sigurorð af Swansea City, 1-2, og sömu úrslit urðu í leik Stoke City og Bournemouth. Newcastle United komst upp í 6. sæti deildarinnar með 1-0 heimasigri á Crystal Palace.

Þá vann Southampton 1-0 sigur á West Brom í síðasta leik dagsins.

Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.

Huddersfield 2-1 Man Utd
Man City 3-0 Burnley
Chelsea 4-2 Watford
Swansea 1-2 Leicester
Stoke 1-2 Bournemouth
Newcastle 1-0 Crystal Palace
Southampton 1-0 West Brom
Laugardagsuppgjör



Fleiri fréttir

Sjá meira


×