Körfubolti

Fjórtán nýir á lista yfir 50 bestu leikmenn sögunnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tveir af 50 bestu leikmönnum sögunnar í NBA
Tveir af 50 bestu leikmönnum sögunnar í NBA vísir/getty
Rúm 20 ár eru liðin frá því að NBA fagnaði 50 ára afmæli sínu en við það tilefni var gefinn út listi með 50 bestu leikmönnum í sögu deildarinnar. Yngsti maðurinn á þeim lista var Shaquille O´Neal, þá 24 ára gamall og nýgenginn til liðs við Los Angeles Lakers.

 

Í tilefni af nýju tímabili í NBA fannst mönnum tilvalið að endurnýja listann enda margir stórkostlegir körfuboltamenn komið fram á sjónarsviðið á síðustu 20 árum.

 

Mikil vinna var lögð í að endurnýja listann af fréttariturum vefsíðunnar The Undefeated undir forystu blaðamannanna Marc Spears og Mike Wise sem hafa áratuga reynslu af því að flytja fréttir úr NBA.

 

Fjölmargir komu að vinnslu listans og má til að mynda nefna goðsagnir á borð við áðurnefndan Shaquille O’Neal, Isiah Thomas, Bill Walton, Dominique Wilkins og Earl Monroe svo einhverjir séu nefndir.

 

Niðurstaðan var sú að fjórtán nýir leikmenn komust inn á lista yfir 50 bestu leikmenn NBA frá upphafi en í staðinn duttu auðvitað fjórtán aðrir út.

 

Þessir fóru af topp 50

Nate Archibald

Dave Bing

Dave Cowens

Dave DeBusschere

Clyde Drexler

Sam Jones

Pete Maravich

Robert Parish

Dolph Schayes

Bill Sharman

Wes Unseld

Bill Walton

Lenny Wilkens

James Worthy

 

Í þeirra stað koma

Ray Allen

Kobe Bryant

Stephen Curry

Tim Duncan

Kevin Durant

Kevin Garnett

Allen Iverson

LeBron James

Jason Kidd

Reggie Miller

Steve Nash

Dirk Nowitzki

Paul Pierce

Dwayne Wade

Smelltu hér til að skoða listann í heild sinni 





 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×