Fótbolti

Albert fiskaði víti þegar PSV náði sex stiga forskoti á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert hefur komið við sögu í þremur leikjum með aðalliði PSV á tímabilinu.
Albert hefur komið við sögu í þremur leikjum með aðalliði PSV á tímabilinu. vísir/getty
Albert Guðmundsson fiskaði vítaspyrnu í 3-0 sigri PSV Eindhoven á Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Albert kom inn á sem varamaður á 87. mínútu. Þremur mínútum sótti hann vítaspyrnu og ekki nóg með það heldur var Robin Propper, markvörður Heracles, rekinn af velli.

Marco van Ginkel fór á punktinn og skoraði sitt annað mark og þriðja mark PSV sem er með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.

Þetta var í þriðja sinn á tímabilinu sem Albert kemur inn á í leik með aðalliði PSV.

Auk þess spilar unglingalandsliðsmaðurinn með varaliði PSV í hollensku B-deildinni. Albert hefur leikið þrjá leiki með Jong PSV á tímabilinu og skorað þrjú mörk. Tvö þeirra komu í 3-2 sigri á RKC Waalwijk á föstudaginn.

Albert skoraði 18 mörk í 34 leikjum í hollensku B-deildinni á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×