Körfubolti

Tryggvi Snær á lista yfir fimm efnilegustu leikmenn Evrópu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
mynd/valencia
Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason er nú þegar farinn að vekja eftirtekt út í hinum stóra körfuboltaheimi eftir að hafa gengið í raðir spænska stórliðsins Valencia frá Þór Akureyri í sumar. 

 

Vefsíðan Eurohoops birtir lista yfir fimm unga leikmenn í Evrópuboltanum sem gætu verið næstir til að stíga skrefið í NBA deildina og er Tryggvi Snær á þeim lista.

 

Í greininni er ritað um aukin umsvif Evrópumanna vestanhafs að undanförnu og eru Kristaps Porzingis, Dario Saric, Giannis Antetokounmpo, Bogdan Bogdanovic nefndir sem dæmi um leikmenn sem hófu ferilinn í Evrópu en eru nú í stórum hlutverkum í NBA.

 

Ásamt Tryggva á listanum eru Lettinn Rodions Kurucs (19 ára, Barcelona), Bosníumaðurinn Dzanan Musa (18 ára, Cedevita Zagreb), Lettinn Anzejs Pasecniks (21 árs, Gran Canaria) og Slóveninn Luka Doncic (18 ára, Real Madrid).

 

Saga þessara efnilegu leikmanna er rakin og er talað um Tryggva Snæ sem einsdæmi en eins og flestir Íslendingar vita byrjaði hann ekki að æfa körfubolta fyrr en hann var orðinn 15 ára gamall.

Smelltu hér til að lesa greinina í heild sinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×