Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Aukið framboð húsnæðis er leiðarstefið í stefnumálum flokkanna í húsnæðismálum. Þeir vilja allir auðvelda fyrstu kaup. Við förum nánar yfir málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30.

Í fréttatímanum ræðum við líka við fyrrverandi landsliðskonu í handbolta sem nú starfar sem sérfræðingar hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Hún segir fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan íþróttaheimsins og fá mál komi upp á yfirborðið. Þá hittum líka forystumenn Viðreisnar í tímanum en flokkurinn kynnti áherslur sínar í dag.

Viðreisn hyggst ekki hækka tekjuskatt á almenning á næsta kjörtímabili og efla séreignarsparnaðarleiðina við fasteignakaup. Þá fjöllum við um það tjón sem misnotkun lyfseðilsskyldra verkjalyfja hefur valdið í Bandaríkjunum en tvö hundruð þúsund manns hafa látist vestanhafs á síðustu árum vegna notkunar verkjalyfja sem innihalda ópíóða.

Fyrrverandi yfirmaður hjá Fíkniefnaeftirliti Bandaríkjanna kennir stórfyrirtækjum í lyfjaiðnaðinum um. Þá hittum við tónlistarmanninn Franz Gunnarsson en hann sneri við blaðinu, varð edrú og gerði heila plötu um reynsluna undir verkefninu Paunkholm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×