Erlent

Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikil skelfing greip um sig þegar Stephen Paddock lét til skarar skríða.
Mikil skelfing greip um sig þegar Stephen Paddock lét til skarar skríða. Vísir/Getty
Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa.

Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, hafa blaðamenn New York Times safnað saman 30 myndböndum og öðrum upplýsingum til að fá sem gleggsta mynd af því sem gerðist þann klukkutíma eða svo sem skotárásin átti sér stað.

Paddock lét til skarar skríða frá hótelherbergi á 32. hæð Mandalay Bay hótelsins í Las Vegas. Hafði hann yfirsýn yfir fjölmenna tónleikahátíð sem haldin var skammt frá.

Lét hann kúlunum rigna yfir tónleikagesti sem og aðra í grennd við hótelið með þeim afleiðingum að 58 létust og 546 særðust.

Ljóst er að mikil skelfing greip um sig eins og glögglega má sjá í myndbandi New York Times hér að neðan.

Paddock fannst látinn í hótelherberginu. Lögregla rannsakar enn skotárásina en ekkert hefur komið fram um mögulegar ástæður skotárásarinnar.


Tengdar fréttir

Keypti 33 byssur á einu ári

Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×