Fótbolti

Allegri ánægður með rauða spjald Mandzukic

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mario Mandzukic skorar hér í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor
Mario Mandzukic skorar hér í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor Vísir/Getty
Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var ánægður með að Króatinn Mario Mandzukic lét reka sig af velli eftir hálftíma leik í dag.

Juventus mætti Emil Hallfreðssyni og félögum í Udinese í Seríu A í dag og vann liðið stórsigur, 2-6.

„Mandzukic veit sökina upp á sig, en í klefanum þá þakkaði ég honum fyrir því við virkilega þurftum á því að halda að spila manni færri,“ sagði Allegri eftir leikinn.

Mandzukic féll inni í vítateig Udinese eftir samstuð við Ali Adnan og fékk hann tvö gul spjöld eftir það.

„Þetta er sigur á gríðarlega mikilvægum tímapunkti í deildinni því við unnum til baka tvö stig á bæði Inter og Napólí,“ sagði Allegri, en Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×