Innlent

Lúðótt lamb sigraði fegurðarsýningu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Það er ekki á hverjum degi sem lúðótt lamb sést í hópi þar sem áhorfendur velja fegursta lambið. Þetta gerðist þó á fjárlitasýningu í Holta og Landsveit þar sem gimbrin Lokbrá sigraði fegurðarsýninguna með miklum yfirburðum, enda lúðótt.

Fjárræktarfélagið litur stóð nýlega fyrir sinni árlegu fjárlitasýningu á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum. Fjölmargir komu á sýninguna til að fylgjast með dómurum dæma lömbin. Sigurvegarar voru verðlaunaðir í nokkrum flokkum.

Eitt lamb skar sig úr á litasýningunni sem fegursta lambið enda liturinn mjög sérstakur, litur andlitsins skiptist nánast jafnt í svart og hvítt.

Magnús Hlynur Hreiðarsson skellti sér á fjárlitasýninguna eins og sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×