Skoðun

Áríðandi opið bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar mennta- og menningarmálaráðherra

Ólafur Haukur Johnson skrifar
Sæll Kristján Þór.

Ég sendi þér þessar línur sem opið bréf þar sem þú ert með öllu ófáanlegur til að svara bréfi mínu frá 7. apríl sl. eftir venjulegum leiðum, þrátt fyrir ítrekanir. Efni bréfsins er mikilvægt og snertir marga og því eru vinnubrögð þín ekki við hæfi.

Þú hefur lýst því yfir að lög um opinber innkaup nr. 120/2016 gildi um þjónustusamninga ríkisins við einkarekna framhaldsskóla. Það mat þitt er örugglega rétt enda er það skýrt tekið fram í lögunum að þau gildi um þjónustusamninga við skóla sem eru yfir rúmlega 20 milljónir króna.

Með vísan til þessara laga og þess að stórir þjónustusamningar renna út á næstunni (Verslunarskóla Íslands hinn 31. desember 2017, Tækniskólans hinn 31. maí 2018 og Menntaskóla Borgarfjarðar hinn 31. desember 2017) vil ég spyrja þig hvenær þessir þjónustusamningar verða boðnir út? Verða samningarnir boðnir út á Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við lögin?

Vart þarf að hafa um það mörg orð að vegna umfangs verkefnisins er mikilvægt að upplýsingar um útboðið liggi fyrir sem fyrst svo jafnræðis sé gætt á milli aðila sem áhuga hafa á að bjóða í þjónustuna.

 

 




Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×