Erlent

Ástralski tónlistarmaðurinn George Young er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Tveir bræður George Young voru í sveitinni AC/DC.
Tveir bræður George Young voru í sveitinni AC/DC. Vísir/Getty
Ástralski tónlistarmaðurinn og framleiðandinn George Young er látinn, sjötugur að aldri.

Young, sem var eldri bróðir liðsmanna AC/DC, Malcolm og Angus Young, var gítarleikari sveitarinnar The Easybeats og jafnframt einn af frumkvöðlunum innan ástralskrar popptónlistar.

The Easybeats sló í gegn á sjöunda áratugnum og var ein af fyrstu áströlsku hljómsveitunum til að slá í gegn á alþjóðavísu. Vinsælasta lag sveitarinnar var Friday on my mind frá árinu 1967.

Young vann þó lengst af sem framleiðandi, en eftir að hafa starfað um árabil í Bretlandi sneri hann aftur til Ástralíu þar sem hann starfaði með bræðrum sínum og sveit þeirra, AC/DC.

George Young var framleiðandi fjölda af fyrstu breiðskífa sveitarinnar, meðal annars „Let there be rock“, „Dirty deeds done dirt cheap“ og „High voltage“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×