Innlent

Ganverska fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjölskyldan kom hingað til lands í október 2015.
Fjölskyldan kom hingað til lands í október 2015. Vísir/Anton
Fimm manna fjölskylda frá Gana hefur fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir kærunefnd útlendingamála hafa fallist á endurupptökubeiðni sem send var nefndinni þann  29. september í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á  útlendingalögum sem rýmkuðu heimildir tímabundið til að veita  dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

„Úrskurður kærunefndar útlendingamála er mikið gleðiefni fyrir umbjóðendur mína,“ segir Magnús Davíð um málið. 

Greint var frá því að Vísi í september síðastliðnum að fjölskyldan hefði komið hingað til lands í október 2015 og sótt um hæli. Yngsti meðlimur fjölskyldunnar er rétt tveggja mánaða gamall og var móðirin talin í alvarlegri sjálfvígshættu. Í september var þeim gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga.

Upprunalega kom fjölskyldan hingað til lands eftir að hafa dvalið á Ítalíu. Í vottorði frá yfirlækni geðdeildar Landspítalans, kemur fram að þau hafi verið með dvalarleyfi þar þangað til að fjölskyldufaðirinn, Eric Owusu Frimpong, missti vinnuna. Ákváðu þau að koma hingað til lands eftir að Íslendingur gaf þeim 50 evrur þar sem þau voru að betla á götum Rómarborgar.


Tengdar fréttir

Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu

Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×