Enski boltinn

Everton búið að reka Koeman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Koeman keypti Gylfa á metfé til Everton.
Koeman keypti Gylfa á metfé til Everton. mynd/everton
Gylfi Þór Sigurðsson mun fá nýjan stjóra fljótlega því félag hans, Everton, rak stjóra félagsins, Ronald Koeman, nú í hádeginu.

Þessi tíðindi koma lítið á óvart enda hefur hvorki gengið né rekið hjá félaginu á þessari leiktíð. Ekki bara úrslitin hafa verið léleg því spilamennska liðsins hefur einnig verið ömurleg.

Hinn 54 ára gamli Koeman tók við Everton sumarið 2016 og skrifaði þá undir þriggja ára samning við félagið. Vel gekk hjá liðinu undir hans stjórn á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér sæti í Evrópudeildinni.

Í vetur hefur hins vegar ekkert gengið upp og 2-5 tapið gegn Arsenal um helgina var síðasti leikur liðsins undir hans stjórn. Everton er með átta stig í níu leikjum og í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×