Lífið

Ferðamanni blöskraði hátt verðlag á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bernabe var hér í sextán klukkustundir.
Bernabe var hér í sextán klukkustundir.

Rubina Bernabe millilenti í Keflavík á dögunum og eyddi 16 klukkustundum hér á landi.

Bernabe byrjaði á því að leigja sér bílaleigubíl og kom það henni á óvart hversu auðvelt það var. Hún var nefnilega tekin fyrir ölvunarakstur í Bandaríkjunum en þær upplýsingar virtust ekki skila sér til Íslands.

Bernabe greinir frá deginum sínum hér á landi á YouTube-rás sinni og byrjaði hún á því að aka inn í höfuðborgina.

Hún fékk sér BLT-bát á Subway og talaði sérstaklega um að þetta væri besti bátur sem hún hefði fengið á ævinni.

Það sem kom konunni mest á óvart var hversu ótrúlega dýrt allt var hér á landi. Hún var aftur á móti ánægð með það að hafa séð norðurljósin í þessari 16 klukkustunda heimsókn en hér að neðan má sjá myndband frá ferðalagi Rubina Bernabe hér á landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.