Enski boltinn

Verður stjóri Jóhanns Berg orðinn stjóri Gylfa fljótlega?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sean Dyche.
Sean Dyche. Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu komnir á fullt í að finna út hver verður eftirmaður Ronald Koeman sem var rekinn frá Everton fyrr í dag.

Nafn Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, er nú komið í umræðuna en The Telegraph slær því upp að Dyche komi til greina í starfið.

Dyche er eins og kunnugt er knattspyrnustjóri íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar en hjá Everton spilar síðan Gylfi Þór Sigurðsson liðsfélagi hans í landsliðinu.

Sean Dyche er 46 ára gamall Englendingur sem hefur verið stjóri Burnley frá árinu 2012 og gert flotta hluti með liðið. Hann var áður með Watfrod í eitt tímabil.

Dyche hefur einnig verið orðaður við stjórastarfið hjá Leicester City sem rak Craig Shakespeare í síðustu viku.

Það er ennfremur talið líklegast að David Unsworth, þjálfari 23 ára liðs Everton, munu stýra liðinu tímabundið á meðan yfirmenn félagsins leita að nýjum knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×