Fótbolti

Aron Einar og Heimir völdu Ronaldo bestan

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo hefur fimm sinnum verið valinn bestur
Ronaldo hefur fimm sinnum verið valinn bestur vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson völdu báðir Cristiano Ronaldo sem besta leikmann heims.

Ronaldo var í kvöld krýndur bestur í heimi af Alþjóðaknattspyrnusambandinu.

Valið var meðal annars byggt á kosningu landsliðsfyrirliða og landsliðsþjálfara heimsins og má sjá hvernig allir kusu hér.

Aron Einar setti Neymar í annað sæti og Króatann Luka Modric í það þriðja. Heimir var einnig með Neymar í öðru sæti, en setti Luis Suarez í það þriðja.

Ronaldo er landsliðsfyrirliði Portúgal, og því með atkvæðarétt. Hann kaus hins vegar eki sjálfan sig, heldur setti Modric í fyrsta sæti, Sergio Ramos í annað og Marcelo í það þriðja.


Tengdar fréttir

Ronaldo leikmaður ársins

Portúgalinn Cristiano Ronaldo var valinn besti leikmaður heims á verðlaunaafhendingu FIFA sem fór fram í Lundúnum í kvöld.

„FIFA hefur engan áhuga á kvennafótbolta“

Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe lætur FIFA heyra það í viðtali við BBC sem var tekið í tilefni af því að Alþjóðaknattspyrnusambandið mun í kvöld verðlauna besta knattspyrnufólk heimsins í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×