Innlent

Verðmiði Geysis er væntanlegur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins.
Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins. vísir/valli
Kaupverð Geysis ætti að liggja fyrir innan fárra vikna. Málið hefur verið lagt í dóm matsmanna.

Ríkið keypti Geysi í fyrra en kaupverð lá ekki fyrir. Þriggja manna nefnd var komið á fót sem skyldi ákveða ásættanlegt verð. Sú nefnd hefur nú fengið öll gögn í hendurnar og er áætlað að hún skili niðurstöðu ekki miklu síðar en innan fjögurra vikna.

„Það var málflutningur í síðustu viku þar sem landeigendur og ríkið fengu að koma sínum sjónarmiðum að,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins. Að auki voru sérfræðingar fengnir til að koma sjónarmiðum að.

Uni annaðhvort ríkið eða landeigendur ekki niðurstöðunni er hægt að vísa málinu til fimm manna gerðardóms. Niðurstaða hans verður endanleg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×