Erlent

Býður þjóðarleiðtoga Egyptalands velkominn í óþökk mannréttindahópa

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir undanlátssemi í garð kúgandi ríkisstjórnar.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir undanlátssemi í garð kúgandi ríkisstjórnar. Vísir/Getty
„Macron forseti, ætti að láta af svívirðilegri undanlátssemi í garð kúgandi ríkisstjórnar al-Sisi,“ segir Benedicte Jeannerod, yfirmaður Human Rights Watch samtaka um mannréttindi, í yfirlýsingu sem birtist í dag.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, býður Abdel Fattah al-Sisi, þjóðarleiðtoga Egyptalands, velkominn í heimsókn til Frakklands á morgun. Frakklandsheimsóknin mun standa yfir í tvo daga og er áætlað að al-Sisi hitti utanríkis- og varnarmálaráðherra Frakka auk þess sem til stendur að al-Sisi fundi með viðskiptahópum að því er fram kemur í frétt AFP.

Abdel Fattah al-Sisi, þjóðarleiðtogi Egyptalands er gefið að sök að hafa fyrir kerfisbundnum mannréttindabrotum.vísir/getty
Macron, sem kjörinn var forseti í maí síðastliðnum, rekur árangursdrifna og lausnamiðaða utanríkisstefnu á sama tíma og hann reynir að halda uppi merkjum Frakka í mannréttindamálum.

Heimsóknin verður prófsteinn á þennan línudans því Egyptaland er stór kaupandi franskra vopna og lykil vinaþjóð í stríðshrjáðum heimshluta en al-Sisi er sakaður um að standa fyrir kerfisbundnum mannréttindabrotum.

Mannréttindahópar víða um land þrýsta á Macron að horfa til mannréttindasjónarmiða í þessu máli, sjálf þögnin sendi þau skilaboð að yfirvöld í Egyptalandi geti haldið áfram uppteknum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×