Viðskipti innlent

Tímabært að umbylta íslenskum fjármálamarkaði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Álagning íslensku bankanna er há og hagkvæmni í rekstri skortir að mati Beringer Finance.
Álagning íslensku bankanna er há og hagkvæmni í rekstri skortir að mati Beringer Finance. Vísir
Arðsemi eigna íslensku bankanna er mun meiri en leiðandi banka á Norðurlöndunum, svo sem DNB í Noregi, Danske Bank í Danmörku og Nordea í Svíþjóð og Finnlandi. Má það líklega rekja til þess að að samkeppnin sé minni hérlendis og að stýrivextir séu hærri. Tímabært er að umbylta íslenskum fjármálamarkaði því álagning er há og hagkvæmni í rekstri skortir.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu norræna fjárfestingarbankans Beringer Finance þar sem umfjöllunarefnið er íslenskt efnahagslíf og reifuð er í Morgunblaðinu í dag.

Skýrsluhöfundarnir segja að þessi hærri álagning bankanna hér á landi sé þeim nauðsynleg, enda eru þeir dýrari í rekstri en bankar á Norðurlöndum. Lítil framleiðni sé almennt í íslensku atvinnulífi og sömu sögu sé að segja af fjármálakerfinu.

Smæðin engin afsökun

Að sama skapi segja þeir að öll rök um að íslensku bankarnir séu óhagkvæmir vegna smæðar sinnar dugi skammt og benda á tvennt máli sínu til stuðnings.

Annars vegar að Nordea bankinn sé mun stærri en DNB og Danske Bank, en hann sé þó ekki hagkvæmari í rekstri. Hins vegar að margir smærri bankar á Norðurlöndum séu jafn hagkvæmir í rekstri eða jafnvel hagkvæmari en stærri og leiðandi bankar landanna.

Óhagkvæmnina er þó ekki heldur, að mati skýrsluhöfunda, ekki hægt að rekja beint til starfsmanna- eða stjórnunarkostnaðar heldur sé um að ræða samspil beggja þátta. Ennfremur verji þeira rúmlega tvöfalt meiri fjármunum í að reka sín tölvukerfi en bankar á Norðurlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×