Enski boltinn

Fjöldi góðra manna orðaðir við stjórastöðu Everton í ensku blöðunum í morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti var staddur í London á FIFA-verðlaunum í gær.
Carlo Ancelotti var staddur í London á FIFA-verðlaunum í gær. Vísir/Getty
Carlo Ancelotti, Thomas Tuchel, Marco Silva og Sean Dyche eru allir sagðir koma til til greina til að setjast í stjórastólinn á Goodison Park.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra og ensku blöðin orða fullt af mönnum við starfið í morgun.

Daily Mirror segirThomas Tuchel, fyrrum stjóri Borussia Dortmund, sé fyrsti kostur til að taka við af Ronald Koeman. Tuchel gæti þá endað í Bítlaborginni eins og annar fyrrum stjóri Dortmund-liðsins.

The Sun segir að Everton vilji fá Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra Chelsea, Real Madird, PSG og Bayern München, til að koma aftur í ensku úrvalsdeildina og taka við liðinu. Ítalinn vill hinsvegar að Paul Clement, núverandi stjóri Swansea, verði aðstoðarmaður sinn og það er ekki líklegt.

Daily Express segir að Everton vilji stela Sean Dyche, stjóra Burnley, af Leicester City sem var að reyna að ráða stjóra Jóhanns Berg Guðmundssonar í lausa stjórastöðu sína. Það gæti orðið erfitt fyrir Burnley að halda sínum manni nú þegar tvö stærri félög eru farin að keppa um hann.

Guardian segir frá því að David Unsworth muni taka tímabundið við Everton á meðan stjóraleitin standi yfir en að hann vilji fá fastráðningu í starfið.  Það hefur nú gerst áður að stjórar sem taka við tímabundið standi sig svo vel að þeir fái að halda áfram.

Daily Telegraph slær því upp að Jamie Carragher sjái Marco Silva, núverandi stjóra Watford, vera besta kostinn fyrir Everton. Marco Silva er að gera mjög flotta hluti með Watford liðið.


Tengdar fréttir

Gylfi fær falleinkun

Gylfi Þór Sigurðsson fær falleinkun frá Daily Mail fyrir frammistöðu sína hjá Everton það sem af er tímabilinu.

Blæðandi sár í Bítlaborginni

Liverpool-liðin tvö eru í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni. Þau töpuðu bæði stórleikjum í gær. Starf Ronalds Koeman, knattspyrnustjóra Everton, hangir á bláþræði.

Everton búið að reka Koeman

Gylfi Þór Sigurðsson mun fá nýjan stjóra fljótlega því félag hans, Everton, rak stjóra félagsins, Ronald Koeman, nú í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×