Erlent

Xi Jinping nú á sama stalli og Mao

Atli Ísleifsson skrifar
Xi Jinping tók við embætti forseta Kína árið 2012.
Xi Jinping tók við embætti forseta Kína árið 2012. Vísir/AFP
Kínverski kommúnístaflokkurinn hefur ákveðið að innleiða hugmyndafræði forseta landsins, Xi Jinping, í stjórnarskrá landsins.

Aðgerðin færir Xi því á sama stall og stofnanda ríkisins Mao Zedong en hugmyndafræði hans má einnig finna í kínversku stjórnarskránni.

Kosið var um tillöguna í lok flokksþingsins og var hún einróma samþykkt. Þetta þýðir að Xi Jinping hefur hert enn frekar á stjórnartaumum sínum yfir kínverska ríkinu.

Xi tók við embætti forseta Kína árið 2012.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×