Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair Group rjúka upp

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Icelandair Group hefur hækkað afkomuspá sína.
Icelandair Group hefur hækkað afkomuspá sína. Vísir/Vilhelm
Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp í verði í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, en félagið hækkaði í gærkvöldi afkomuspá sína fyrir árið í heild.

Hlutabréfin snarhækkuðu um allt að 13 prósent í verði í fyrstu viðskiptum dagsins. Félagið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem greint var frá því að að EBIDTA - rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - hafi verið hærri á þriðja fjórðungi ársins en gert var ráð fyrir í fyrri afkomuspá félagsins í lok júlímánaðar.

Jafnframt hafi afkomuhorfur fyrir fjórða ársfjórðung styrkt.

Uppfærð EBIDTA spá félagsins er 165 til 175 milljónir Bandaríkjadala en fyrri afkomuspá, frá 27. júlí, hljóðaði upp á 150 til 160 milljónir króna.

Samkvæmt drögum að árshlutareikningi félagsins er EBIDTA þriðja ársfjórðungs 161,1 milljón Bandaríkjadala. Helstu ástæður fyrir betri afkomu á þriðja ársfjórðungi eru, að sögn félagsins, hærri farþegatekjur og hagstæð gengisþróun sem vegur þyngra en neikvæð þróun olíuverðs.  

Icelandair Group birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung á fimmtudag.

Sjá frétt Fréttablaðsins: Icelandair enn í vanda statt

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×