Lífið

Deilurnar á milli Jimmy Kimmel og Matt Damon halda áfram

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikarinn George Clooney mætti til Jimmy Kimmel í gærkvöldi til að kynna nýjustu kvikmynd sína, Suburbicon með Matt Damon. Clooney mætti einnig með tvíburana sína sem Matt Damon var að passa en deilurnar á milli Jimmy Kimmel og Matt Damon hafa staðið yfir um árabil.

Clooney kallaði Damon fram til þess að sýna tvíburana en það varð þó lítið úr því. Annað en að Matt Damon virtist viðurkenna að hafa eitrað fyrir Guillermo, öryggisverði Kimmel.

Eins og gengur og gerist var sýnd klippa úr myndinni sem Clooney leikstýrði og var að kynna. Þar mátti sjá Matt Damon og leikarann Jack Conley, sem Clooney og Kimmel sögðu vera „góða leikarann“ í atriðinu.

Clooney sagði einnig að eina ástæðan fyrir því að Matt Damon hefði verið í myndinni væri að hann hefði ekki haft efni á Brad Pitt.

Deilur geta þó í einstökum tilfellum leitt til góðs. Damon og Kimmel hafa samþykkt að borða saman með tveimur öðrum aðilum sem leggja málefnum NEXT fyrir einhverfa lið.

Erkifjendurnir tóku nýverið upp auglýsingu fyrir söfnunina þar sem það kom bersýnilega í ljós að hver sá sem leggur málefninu lið og vinnur kvöldverð með þeim Kimmel og Damon mun eiga eftirminnanlegt kvöld.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×