Viðskipti erlent

Gert að greiða 2,2 milljónir fyrir að streyma Sky Sports ólöglega

Atli Ísleifsson skrifar
Upp komst um athæfi Mohammed eftir rannsókn FACT, hóps sem berst gegn brotum á höfundarrétti sem stefndi manninum í kjölfarinn.
Upp komst um athæfi Mohammed eftir rannsókn FACT, hóps sem berst gegn brotum á höfundarrétti sem stefndi manninum í kjölfarinn. Vísir/Getty
Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt karlmann til að greiða 16 þúsund pund, um 2,2 milljónir króna, í lögfræðikostnað eftir að hafa streymt Sky Sports með ólöglegum hætti á sjóræningjasíðu.

Í frétt Independent segir að Yusuf Mohammed frá Bristol hafi verið greint frá því að hann muni þurfi að greiða Sky Sports skaðabætur og gefa upp upplýsingar um þær fjárhæðir sem hann hagnaðist um við iðju sína, en jafnframt um viðskiptavini sína.

Maðurinn rak um árabil bloggsíðu þar sem rásum Sky Sports var streymt.

„Milljónir manna greiða fyrir efnið og það er ekki sanngjarnt fyrir þá að aðrir kjósi að stela því,“ segir Matthew Hibbert, lögfræðingur Sky. „Við munum ávallt reyna að verja hagsmuni viðskiptavina okkar sem breyta rétt.“

Upp komst um athæfi Mohammed segir rannsókn FACT, hóps sem berst gegn brotum á höfundarrétti sem stefndi manninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×