Handbolti

Valshjartað í Ými sló aðeins of hratt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason í leiknum í gær.
Ýmir Örn Gíslason í leiknum í gær. vísir/eyþór
Valshjartað í Ými Erni Gíslasyni sló aðeins of hratt í leikhléi í vináttulandsleik Íslands og Svíþjóðar í gær.

Geir Sveinsson tók leikhlé í stöðunni 21-20, þegar átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Eftir að Geir hafði lokið sér af tóku strákarnir baráttuhróp eins og venjan er í lok leikhléa.

Strákarnir sögðu „berjast!“ í einum kór eins og 99% allra íþróttaliða. Nema Ýmir sem hrópaði „Valur!“

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var undrandi á þessu uppátæki unga mannsins. „Valur? Ha?“ sagði Guðjón Valur í spurnartón.

Ými var örugglega fyrirgefið þetta en hann átti góðan leik í íslensku vörninni. Ísland vann leikinn 31-29. Liðin mætast öðru sinni á morgun.

Myndband af þessari skemmtilegu uppákomu má sjá á vef RÚV, eða með því að smella hér. Atvikið er á 1:15:00.


Tengdar fréttir

„Biðin hefur verið erfið á köflum“

Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk þegar Ísland lagði Svíþjóð að velli, 31-29, í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×