Innlent

Mikil gleði á kosningavöku Miðflokksins þegar fyrstu tölur voru lesnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Jóhannes Þór Skúlason faðmar hér Sigmund Davíð eftir að fyrstu tölur voru lesnar upp í kvöld.
Jóhannes Þór Skúlason faðmar hér Sigmund Davíð eftir að fyrstu tölur voru lesnar upp í kvöld. Anton Brink

Það var kátt á hjalla þegar ljósmyndari Vísis leit við á kosningavöku Miðflokksins á Hótel Loftleiðum nú í kvöld. Hann náði að fanga stemninguna þegar fyrstu tölur voru lesnar upp í Suðurkjördæmi þar sem flokkurinn var með 13,8 prósent atkvæða þegar 7.909 atkvæði hafa verið talin.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, var afar ánægður með þessa niðurstöðu en minnti á í viðtali við RÚV að kvöldið er ungt og margt getur enn gerst.

Nokkrar vikur eru síðan Miðflokkurinn var formlega stofnaður. Vísir/Anton Brink
Gunnar Bragi Sveinsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, frambjóðendur Miðflokksins, voru ánægð með fyrstu tölur. Vísir/Anton Brink


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.