Innlent

Lokatölur í Reykjavík norður: Sjálfstæðisflokkur og VG fengu þrjá þingmenn hvor

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá kosningavöku Vinstri grænna fyrr í kvöld.
Frá kosningavöku Vinstri grænna fyrr í kvöld. Vísir/Laufey
Lokatölur liggja fyrir í Reykjavíkurkjördæmi Norður þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafn marga þingmenn, eða þrjá talsins. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 22,6 prósent atkvæða en Vinstri græn 21,5.

Báðir flokkar voru með þrjá þingmenn í þessu kjördæmi fyrir kosningar.

Píratar fengu 13,6 prósent atkvæða og eru með tvo þingmenn en töpuðu einu frá síðustu kosningum. Dettur því Gunnar Hrafn Jónsson út sem kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í þessu kjördæmi. 

Samfylkingin fékk 12,8 prósent atkvæða og fær því einn þingmann en fékk engan þingmann í síðustu kosningum.

Viðreisn fékk 8,4 prósent atkvæða og hélt sínum þingmanni.

Flokkur fólksins hlaut 7,1 prósent atkvæða og náði því ekki kjördæmakjörnum manni inn í þessu kjördæmi.

Framsókn hlaut 5,3 prósent atkvæða og náði því ekki manni inn í þessu kjördæmi.

Björt framtíð hlaut 1,4 prósent atkvæða og tapaði því sínum þingmanni.

Alþýðufylkingin hlaut 0,3 prósent atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×