Innlent

Lokatölur í Suðurkjördæmi: Forseti Alþingis dettur af þingi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Suðurkjördæmi, eða 25,16 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Suðurkjördæmi, eða 25,16 prósent. Vísir/Anton Brink

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingkona Sjálfstæðisflokksins nær ekki inn á þing. Flokkur fólksins fær einn þingmann í kjördæminu, en lokatölur bárust úr Suðurkjördæmi klukkan 06:09.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Suðurkjördæmi, eða 25,16 prósent og verða með tvo þingmenn í kjördæminu. Þar á eftir fylgir Framsóknarflokkurinn með 18,65 prósent og heldur flokkurinn sínum tveimur þingmönnum í kjördæminu. Þar á eftir kemur Miðflokkurinn sem hlaut 14,26 prósent og fær einn mann kjörinn inn á þing.

Vinstri græn hlutu 11,84 prósent í kjördæminu og heldur Ari Trausti Guðmundsson sínu sæti. Samfylkingin hlaut 9,59 prósent og heldur Oddný G. Harðardóttir einnig sínu sæti.

Flokkur fólksins hlaut 8,94 prósent í kjördæminu og kemur Karl Gauti Hjaltason nýr inn á þing.

Píratar hlutu 7,08 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi og heldur Smári McCarthy sínu þingsæti.

Viðreisn hlaut 3,11 prósent atkvæða og því missir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður flokksins, sitt sæti á þingi.

Björt Framtíð hlaut 1,03 prósent atkvæða, en hafði áður ekki verið með þingmann í kjördæminu.

Dögun hlaut 0,36 prósent atkvæða en flokkurinn bauð eingöngu fram í Suðurkjördæmi.

Einhverjir þingmenn gætu mögulega dottið inn sem jöfnunarþingmenn snemma í fyrramálið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.