Innlent

Vilja varðveita gamla bæinn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Blönduós innan Blöndu.
Blönduós innan Blöndu. vísir/pjetur
„Fæstir þéttbýlisstaðir á Íslandi geta státað af slíkum bæjarkjarna og því er mikilvægt að varðveisla hans og uppbygging takist vel til,“ segir í frétt á vef Blönduóss þar sem boðað er til íbúafundar á morgun til að ræða tillögu um að gamli bæjarkjarninn á Blönduósi verði gerður að „verndarsvæði í byggð“ eins og þau eru skilgreind í lögum frá 2015.

„Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi (innan ár) á sér langa sögu, sem varðveitt er í gömlum húsakosti og heildstæðu svipmóti byggðarinnar,“ segir á vef Blönduóss þar sem sagt er frá hugsanlegri varðveislu bæjarhlutans. „Slíkt gæti falið í sér fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa á Blönduósi og styrkt bæjarfélagið í heild sinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×