Enski boltinn

Hárþurrkan kom oftast á Anfield

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sir Alex Ferguson lyfti þessum bikar 13 sinnum.
Sir Alex Ferguson lyfti þessum bikar 13 sinnum. vísir/getty

Það var þekkt í stjóratíð Sir Alex Ferguson á Old Trafford að hann léti leikmenn oft á tíðum heyra það í svokölluðum hárþurrku-ræðum.

Gary Neville, sparksérfræðingur og fyrrum stjarna Manchester United, minntist þess að Ferguson tók sína verstu hárþurkkara á heimavelli erkióvinanna í Liverpool.

Það voru oft miklar tilfinningar í leikjum Liverpool og United og var því mikið undir fyrir leikmenn og þjálfara.

„Sir Alex var alltaf öðruvísi í kringum stóru leikina,“ sagði Neville í þættinum Gary Neville's Soccerbox sem sýndir eru á Stöð 2 Sport.

„Hann var oft nokkuð rólegur, sérstaklega undir lokin, í venjulegum leikjum. En í leikjum gegn Liverpool og City var hann alltaf mun æstari.“

„Fólk talar um hárþurrkuna, en hann gerðist aldrei það oft yfir tímabilið. Staðurinn þar sem hárþurrkan kom mest fyrir var Anfield. Í hálfleik eða í lok leiks.“

„Hann þoldi ekki að tapa á Anfield. Ef við unnum þar, sama hvernig við spiluðum, var það besti hlutur í heimi,“ sagði Gary Neville.

Ferguson er einn sigursælasti þjálfari heims og af mörgum talinn besti þjálfari sem nokkur tímann hefur komið nálægt fótboltaþjálfun. Hann vann 38 titla á 27 ára þjálfunarferli sínum hjá United.


Tengdar fréttir

Ferguson vildi ekki Zidane

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefði getað fengið Zinedine Zidane til liðs við félagið en kaus Eric Cantona fram yfir hann.

Neville: United ekki að spila vel

Mörk á lokamínútum leikja laga úrslitin og fela slæmar frammistöður Manchester United, segir Gary Neville, fyrrum leikmaður United og sérfræðingur Sky Sports.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.