Golf

„Andlitið á mér passaði ekki“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Goya var ein af efnilegustu kylfingum síns tíma
Goya var ein af efnilegustu kylfingum síns tíma Mynd/SkySports
Henni Goya, fyrrum atvinnukylfingur í golfi, fannst hún ekki alltaf velkomin í golfklúbbnum, þrátt fyrir að vita að íþróttin væri fyrir hana.

Goya er dóttir bresks föðurs og móður frá Máritíus og kemur fram í þáttaröð SkySports sem ber heitið My Icon og er framleidd í tengslum við mánuð sögu blökkufólks og einblínir á stórstjörnur í íþróttum sem koma úr röðum minnihlutafólks.

Goya var valin í úrvalshóp Nick Faldo fyrir unga og efnilega kylfinga þegar hún var 13 ára. Meðal annara sem hafa fengið inngöngu í þennan hóp er fyrrum efsti maður heimslistans Rory McIlroy.

„Í gegnum spilamennsku mína öðlaðist ég virðingu,“ sagði Goya í þættinum, en hún er núna einn golfsérfræðinga SkySports.

„Golfklúbbar eru stundum mjög fjandsamlegt umhverfi, sérstaklega ef þú ert kona og sérstaklega ef andlitið á þér passar ekki inn í. Mitt gerði það sannarlega ekki.“

„Þú færð á tilfinningunni að þú sért ekki velkominn og passir ekki inn í meðal almennings í klúbbnum. Mér fannst það virkilega erfitt,“ sagði Henni Goya.

Í öðrum þáttum þáttaraðarinnar komu einnig fram krikketkonan Ebony Rainford-Brent sem þurfti að klæða sig eins og strákur til að mega spila og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, Johnny Nelson, ræðir um hvernig hann tókst á við mótlæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×