Innlent

Gripnir með stolna merkjavöru í Skeifunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Árásarmaðurinn var horfinn á braut þegar lögregla kom á staðinn í miðborginni.
Árásarmaðurinn var horfinn á braut þegar lögregla kom á staðinn í miðborginni. Vísir/Eyþór
Tveir karlmenn frá Georgíu voru handteknir í gær í Skeifunni gripnir með fatnað og merkjavöru sem grunur leikur á um að sé þýfi. Grandvar afgreiðslumaður í fataverslun í Skeifunni kom lögreglunni á sporið.

Í samtali við Vísi segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að mennirnir séu hælisleitendur hér á landi. Þeir voru handteknir eftir að afgreiðslumanni í fataverslun þótti hegðun þeirra í versluninni grunsamleg.

Elti hann þá út úr versluninni og gerði lögreglu viðvart. Eftir að lögregla leitaði í pokum mannanna voru þeir handteknir og gerð var húsleit í húsnæði þeirra þar sem meira meint þýfi fannst. Segir Jóhann að líklega sé virði hins meinta þýfis um ein milljón króna.

Grunur leikur á um að mennirnir hafi aðallega stolið fatnaði úr verslunum og einblínt á merkjavöru. Verða mennirnir yfirheyrðir en málið er til rannsóknar hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×