Bíó og sjónvarp

Hjartasteinn tilnefnd til evrópskra verðlauna

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri Hjartasteins.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri Hjartasteins.
Kvikmyndin Hjartasteinn hefur verið tilnefnd til European University Film verðlaunanna, eða EUFA. Hún og fjórar aðrar myndir sem einnig eru tilnefndar, verða sýndar í 21 evrópskum háskóla og að endingu mun ein mynd verða valin til að hljóta verðlaunin. Sigurvegarinn verður krýndur á Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum í desember.

Þetta er í annað sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Í fyrra hlaut leikstjórinn Ken Loach þau fyrir myndina I, Daniel Blake.

Fleiri fregnir hafa borist af Hjartasteini og var myndin að hljóta sín 38. alþjóðlegu verðlaun nú um síðustu helgi. Nánar tiltekið fékk myndin verðlaun fyrir leikstjórn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Münster í Þýskalandi.

Þar að auki byrjuðu almennar sýningar á myndinni í Bandaríkjunum í dag.


Tengdar fréttir

Hjartasteinn valin á stuttlista LUX

Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×