Innlent

Kosningaþættir Stöðvar 2 í beinni hefjast í kvöld

Heimir Már Pétursson skrifar
Oddvitar í Norðausturkjördæmi í kosningaþætti Stöðvar 2 í fyrra.
Oddvitar í Norðausturkjördæmi í kosningaþætti Stöðvar 2 í fyrra. vísir/eyþór
Kosningaþættir Stöðvar 2 fyrir komandi kosningar hefjast strax að loknum fréttum í kvöld klukkan 19:10. Þættirnir verða í opinni dagskrá og í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og Vísi. Einn þáttur verður fyrir hvert kjördæmi en reykjavíkurkjördæmin verða tekin saman.

Þættirnir verða á dagskrá að loknum fréttum á þriðjudögum og fimmtudögum. Í kvöld verður byrjað á Norðausturkjördæmi. Fulltrúar allra þeirra flokka sem eru á þingi í dag ásamt þeim flokkum sem mælst hafa yfir fimm prósentum í könnunum mæta í þáttinn.

Í hverjum þætti verður farið yfir þau málefni sem helst brenna á fólki í viðkomandi kjördæmi sem og  helstu stefnumál á landsvísu. Þá verður birt ný könnun fylgi flokkanna í hverju kjördæmi.

Kjördæmaþættirnir eru klukkustundar langir en síðasti þátturinn sem verður á dagskrá fimmtudaginn fyrir kosningar verður sjötíu mínútur, en þá mæta formenn flokkanna til leiks. Heimir Már Pétursson og Höskuldur Kári Schram fréttamenn skiptast á að stjórna þáttunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×