Enski boltinn

Mane-laust Liverpool-lið næstu sex vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane,
Sadio Mane, Vísir/Getty

Liverpool varð fyrir áfalli í þessu landsleikjahléi því meiðslin sem Sadio Mane varð fyrir í leik með landsliði Senegal um helgina eru alvarleg.

Mane mun missa af næstu sex vikum eftir að hafa tognað á læri í 2-0 sigri Senegal á Grænhöfðaeyjum.  Sky Sports segir frá og Liverpool staðfestir á Twitter.Mane var tekinn af velli á 89. mínútu í Senegal-leiknum en Liverpool hefur nú staðfest alvarleika meiðslanna.

Mane byrjaði tímabilið mjög vel, skoraði meðal annars í þremur fyrstu deildarleikjunum, en síðan fór allt að ganga á afturfótunum hjá honum.

Hann missti af þremur leikjum, tveimur í deild og einum í deildabikar, eftir að hafa fengið rautt spjald í leik á móti Manchester City.

Mane kom aftur inn í liðið í ensku úrvalsdeildinni í 1-1 jafntefli við Newcastle í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé en nú verður langt í næsta leik hjá kappanum.

Sadio Mane skoraði 13 mörk fyrir Liverpool á síðustu leiktíð en þá missti hann af öllum janúarmánuði vegna Afríkukeppninnar og svo af síðustu sex vikunum vegna hnémeiðsla.

Það er ljóst að Livepool-liðið mun sakna Mane sem var besti leikmaður liðsins í fyrstu leikjum tímabilsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira