Innlent

Pendúllinn: Áður en haninn galar tvisvar, muntu afneita Bjartri framtíð þrisvar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Með hverjum deginum sem líður færist árlegur, miðað við síðustu ár, kjördagur nær. Líkt og í fyrra verður Pendúlnum sveiflað dagana fyrir og eftir kosningar. Blaðamennirnir Hulda Hólmkelsdóttir, Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða það sem gerst hefur í liðinni viku.

Það skýrist næsta föstudag, fimmtán lögmæltum dögum fyrir kosningar, hvaða framboð og einstaklingar verða á kjörseðlinum laugardaginn 28. október næstkomandi. Munu öll framboð ná að manna lista eða verður hægt að telja þau á fingrum beggja handa?

Fyrstu sjónvarpskappræðurnar fóru fram í vikunni. Hverjir stóðu sig best, hverjir stóðu sig verst og er rétt að hafa alla saman við slíkt borð?

Samfylkingin og Björt framtíð bitust um fyrrverandi borgarstjóra. Umdeilt er hvort annar flokkurinn hafi haft betur í þeirri baráttu eða hvort báðir flokkar hafi tapað á stöntinu. Og hvað á manni að finnast um fjármálagerninga forsætisráðherra dagana fyrir hrun? Þetta og meira til í Pendúl vikunnar.

Þáttinn má heyra í spilaranum hér að neðan.

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum þriðjudegi fram að þingkosningnum 28. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×