Viðskipti innlent

Fjárfestingafélag Vilhjálms tapaði 19 milljónum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir.
Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir.

Miðeind ehf., fjárfestingafélag Vilhjálms Þorsteinssonar fjárfestis, tapaði 19,2 milljónum króna í fyrra. Til samanburðar hagnaðist félagið um 1,8 milljónir króna árið 2015. Munaði mestu um 18,4 milljóna króna tap í fyrra vegna gengismunar.

Eigið fé félagsins var um 480 milljónir króna í lok síðasta árs borið saman við um 498 milljónir í lok árs 2015, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins.

Miðeind ehf. er að öllu leyti í eigu félagsins Meson Holding A.S. sem er skráð í Lúxemborg.
Félagið átti í lok síðasta árs meðal annars 4,1 prósents hlut í Virðingu sem er bókfærður á 95,8 milljónir króna í ársreikningnum og 15,98 prósenta hlut í vefmiðlinum Kjarnanum sem er bókfærður á rúmar 14 milljónir króna.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
0,9
3
21.107
VOICE
0,77
2
28.409
SIMINN
0,47
5
119.512
EIM
0,4
2
28.592
HAGA
0,14
6
44.287

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-1,34
7
64.006
ICEAIR
-1,23
24
166.977
MARL
-0,64
14
109.005
TM
-0,31
4
163.954
EIK
-0,2
3
12.485