Handbolti

Haukakonur fóru heim með bæði stigin eftir spennuleik í Grafarvoginum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maria Ines da Silva Pereira var markahæst á vellinum í kvöld. Hér skorar hún eitt af sjö mörkum sínum.
Maria Ines da Silva Pereira var markahæst á vellinum í kvöld. Hér skorar hún eitt af sjö mörkum sínum. Vísir/Eyþór
Haukar tóku með sér bæði stigin úr Dalhúsunum í 4. umferð Olís deildar kvenna i handbolta í kvöld en Haukakonur þurftu að hafa fyrir sigrinum á móti nýliðum Fjölnis.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.

Haukaliðið vann á endanum tveggja marka sigur, 20-18, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 10-9.

Bæði lið töpuðu síðasta leik sínum fyrir landsleikjahléið en Fjölnir hafði náð í stig í síðasta heimaleik sínum.

Leikurinn var jafn og spennandi og enn eitt dæmið um að kvennadeildin verði mjög jöfn í vetur.

Maria Ines da Silva Pereira skoraði sjö mörk fyrir Hauka en þurfti í það 16 skot. Berta Rut Harðardóttir var næstmarkahæst með þrjú mörk en öll mörk hennar komu af vítalínunni.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir var betri en engin í markinu en hún varði öll fjögur víti Fjölnisliðsins í leiknum sem munaði mikið um í tveggja marka sigri.

Unga landsliðskonan Andrea Jacobsen var með fimm mörk og þrjár stoðsendingar fyrir Fjölni og Elísa Ósk Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk. Sara Sif Helgadóttir átti fínan leik í marki og varði fimmtán skot.

Fjölnir - Haukar 18-20 (9-10)

Mörk Fjölnis: Andrea Jacobsen 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 4, Helena Ósk Krisjánsdóttir 3, Díana Ágústsdóttir 3, Sara Margrét Raba Brynjarsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 1

Mörk Hauka: Maria Ines da Silva Pereira 7, Berta Rut Harðardóttir 3/3, Rakel Sigurðardóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Erla Eiríksdóttir 1.

Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×