Fótbolti

Þjóðirnar sem hafa tryggt sig inn á HM með okkur Íslendingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna sæti á HM á mánudagskvöldið.
Íslensku strákarnir fagna sæti á HM á mánudagskvöldið. Vísir/Eyþór
23 af 32 þjóðum eru komnar með farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir leiki næturinnar.

Íslenska landsliðið var á mánudagskvöldið sextánda þjóðin sem tryggir sér sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Serbar komust inn á HM á sama tíma og við Íslendingar en síðan hafa bæst við sex þjóðir til viðbótar.

Þjóðirnar sem gulltryggðu sér farseðilinn í gærkvöldi og nótt voru Portúgal, Frakkland, Úrúgvæ, Argentína, Kólumbía og Panama.

Hollendingar, Sílebúar og Bandaríkjamenn horfa hinsvegar á HM í sjónvarpinu næsta sumar.

Nú er bara níu laus sæti á HM í Rússlandi og fjögur af þeim eru í boði í gegnum umspilið í Evrópu en þjóðirnar átta sem verða í pottinum þar eru Danmörk, Svíþjóð, Ítalía, Sviss, Grikkland, Írland, Norður-Írland og Króatía.

Hin fimm lausu sætin skiptast á milli Afríku (3) og svo tveggja umspila. Annað umspilið er á milli Perú (Suður-Ameríka) og Nýja Sjálands (Eyjaálfa) en hitt er á milli Hondúras (Norður-og Mið Ameríka) og Ástralíu (í gegnum Asíu).



 



After a dramatic night in South America, the first confirmed intercontinental play-off sees New Zealand face Peru! #WCQpic.twitter.com/9zHDz7TGxu


Tengdar fréttir

Betra fyrir íslenska liðið að spila á HM en EM

Íslenska fótboltalandsliðið getur nú farið að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta á meðan aðrar þjóðir eru enn að berjast fyrir farseðli sínum til Rússlands. Margir mun eflaust bera saman uppsetningu heimsmeistaramótsins 2018 við það hvernig Evrópumótið var sett upp sumarið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×