Veiði

Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar

Karl Lúðvíksson skrifar
Harpa ásamt konum sem fóru á veiðar erlendis nýlega
Harpa ásamt konum sem fóru á veiðar erlendis nýlega Mynd: Iceland Outfitters

Konum er sífellt að fjölga í stang- og skotveiði og fyrirtækið Iceland Outfitters skipuleggur til að mynda ferðir þar sem konur leggja land undir fót með byssur sér við öxl og halda til veiða.

Kvennaveiðifélagsskapurinn T&T international er að leggja land undir fót á næstu dögum þegar sjö íslenskar konur fara saman í veiðiferð til Eistlands. T&T international er félagsskapur kvenna sem hafa áhuga á veiði. "Við erum með mismikla reynslu af veiðum en einhversstaðar þurfa allir að byrja og við tökum óreyndum sem reyndum veiðikonum opnum örmum. T&T er að fara þriðju ferðina til Eislands núna í október og að þessu sinni eru 4 nýjar sem hafa ekki ferðast með okkur áður", segir Harpa Hlín Þórðardóttir forsvarskona hópsins. Við höfum verið að fara í ferðir á vorin og haustin og næsta ferð sem er í undirbúningi verður væntanlega farin til Spánar og mögulega verða farnar tvær ferðir í vor, til Spánar og til Skotlands en reynslan af Skotlandsferðunum hefur verið með eindæmum góð þar sem við höfum getað blandað skotveiði og stangveiði saman. "Áhugasamar konur geta fundið okkur á facebook í hópnum Veiðikonur Íslands, eða haft beint samband við mig" segir Harpa hjá Iceland Outfitters.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.