Leikjavísir

GameTíví: Aðeins einn FIFA meistari

Samúel Karl Ólason skrifar

„Nú er sú tíð að FIFA leikur nýr var að koma út og í hvert sinn sem það kemur út FIFA leikur finn ég einhvern ræfil til að spila við og rústa. Nú er það Tryggvi. Hann er nýjasta fórnarlambið. Þau hafa nú verið nokkur í gegnum tíðina,“ sagði Óli Jóels borubrattur í nýjasta innslagi GameTíví.

Það er eins í GameTíví og öllum vinahópum. Það getur bara einn verið bestur í FIFA í senn.

Viðureign Óla og Tryggva var þó ekki hefðbundin þar sem báðir gátu fengið Donnu til að trufla hinn tvisvar sinnum í leiknum.

Óli spilaði sem Tottenham og Tryggvi spilaði sem Chelsea og er óhætt að segja að um æsispennandi leik er að ræða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira