Lífið

„Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“

Birgir Olgeirsson skrifar
Emma Stone og Seth MacFarlane þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kynntar árið 2013.
Emma Stone og Seth MacFarlane þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kynntar árið 2013.

Ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein er eitt verst geymda leyndarmál Hollywood, að því er fram kom í umfjöllun The New Yorker í gær, og virðist þessi brandari Seth MacFarlane styðja þá fullyrðingu tímaritsins.

Blaðamaðurinn sem skrifar umfjöllun New Yorker vann að henni í tíu mánuði en þrettán konur stíga þar fram  og lýsa því hvernig Weinstein annaðhvort áreitti þær kynferðislega eða braut á þeim kynferðislega.

Fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækis Weinstein sögðu frá því að fundir sem Weinstein planaði með ungum leikkonum og fyrirsætum hafi aðeins verið yfirvarp svo hann gæti haft þær einar í herbergi með sér.

Nokkrar leikkonur hafa lýst því yfir að þær hefðu verið lafhræddar við að Weinstein myndi gera út af við feril þeirra ef þær gerðu ekki eins og hann sagði, enda valdamikill maður.

Árið 2013 kynnt MacFarlane, ásamt leikkonunni Emmu Stone, þær leikkonur sem höfðu verið tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki. Um var að ræða Sally Feild, Anne Hathaway, Jacki Weaver, Helen Hunt og Amy Adams.

Eftir að hafa lesið upp nöfn þeirra sagði hann: „Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira