Fótbolti

Frakkar halda áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkar taka Víkingaklappið í gærkvöldi.
Frakkar taka Víkingaklappið í gærkvöldi. Vísir/Getty
Íslendingar voru á undan stórþjóðum eins og Frakkland og Portúgal að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í Frakklandi.

Íslensku strákarnir komust inn á HM á mánudagskvöldið og héldu að sjálfsögðu upp á sigurinn á Kósóvó með því að taka Víkingaklappið með áhorfendum á Laugardalsvellinum í leikslok.

Í gærkvöldi náðu Frakkar að gulltryggja sinn farseðil á HM eftir 2-1 sigur á Hvíta Rússlandi. Eftir leikinn tóku frönsku landsliðsmennirnir Víkingaklappið með stuðningsmönnum sínum á Stade de France.

Frakkarnir halda því áfram að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum en þeir tóku það meðal annars eftir sigurinn á Íslandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016.

Íslenska Víkingaklappið varð náttúrulega heimsfrægt á EM í Frakklandi þegar íslenska liðið kom öllum á óvörum og fór alla leið inn í átta liða úrslitin.  





Frakkar hafa verið mjög hrifnir af þessu eins og sást á HM í handbolta í byrjun janúar þegar hinn goðsagnakenndi markvörður Thierry Omeyer hlóð í víkingaklappið með fimmtán þúsund æstum áhorfendum.



Evening Standard segir frá þessu á síðu sinni og bendir þar jafnframt á þá staðreynd að margir eru ekki alltof sáttir við það að Frakkarnir séu að reyna að stela Víkingaklappinu af okkur Íslendingum.

Það má sjá nokkur dæmi um það af Twitter hér fyrir neðan.







rance did the Icelandic clap after they qualified last night so I no longer want them to win the world cup






Fleiri fréttir

Sjá meira


×