Lífið

Skreyting eða hræðilegur hrekkur: Óttaðist að glerbrú væri að gefa sig

Samúel Karl Ólason skrifar
Glerbrúin er í um 1.150 metra hæð og augljóslega virtist maðurinn mjög hræddur.
Glerbrúin er í um 1.150 metra hæð og augljóslega virtist maðurinn mjög hræddur.
Myndband af kínverskum manni óttast um líf sitt hefur farið víða um internetið. Hann sást ganga yfir fræga glerbrú í Kína og virtist sem að glerið væri að brotna undan honum. Glerbrúin er í um 1.150 metra hæð og augljóslega virtist maðurinn mjög hræddur.

Ríkismiðillinn CGTN birti myndbandið af manninum á Youtube í gær sem sjá má hér að neðan.

Sprungurnar sem myndast í glerinu eru þó eingöngu nokkurs konar skreyting sem gerð var á smá kafla brúarinnar til að hrista upp í hlutunum. Samkvæmt The Next Web var brotnu gleri komið fyrir á milli laga í brúnni svo hún gæfi frá sér hljóð þegar stigið er á hana. Sprungurnar eru einnig ekki raunverulegar.

Embættismenn í Austur-Taihang héraðinu þar sem brúin er segjast leiðir yfir því að einhverjir hafi orðið hræddir, en halda því fram að maðurinn hafi vitað af brellunni.

Það er þó ljóst að umrædd brú er vel byggð og það er erfitt að brjóta glerið, því margir hafa reynt. Hér að neðan má sjá nokkur mynd af fólki sem á erfitt með að fóta sig á brúnni og svo myndbönd þar sem sýnt er fram á hver sterkt glerið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×